Loading...
Um Okkur.

Hönnun / Þjónusta / Framkvæmd

Deilir sérhæfir sig í þjónustu við Jarðorkuver. Starfsmenn Deilis eru sérfræðingar í gufuhverflum og tengdum búnaði, og veita orkufyrirtækjum faglega þjónustu varðandi upptektir, ástandsgreiningu hluta og varahlutaþjónustu.

Samstarfsaðilar Deilis eru innlend fyrirtæki og birgjar, ásamt erlendum ráðgjafafyrirtækjum sem hafa áratuga reynslu af þjónustu við Túrbínur og rafala jarðorkuvera.

Stefna félagsins er að bjóða uppá framúrskarandi þjónustu, við bæði nýframkvæmdir, sem og viðgerðir og viðhald á vélbúnaði jarðorkuvera.

Vélaþjónusta

Viðhald og viðgerðir á kringbúnaði Gufutúrbína, s.s. dælum, lokum og járnsmíði af ýmsu taki.

Tækniþjónusta

Deilir sinnir ýmsum verkefnum í 3D hönnun á vélbúnaði, m.a. skönnun og bakvirkri hönnun fyrir vélbúnað.

Túrbínuviðgerðir

Sérfræðingar Deilis hafa áralanga reynslu í viðhaldi gufutúrbína og viðgerðum á búnaði þeim tengdum.
Vélaþjónusta.

Þjónusta við Jarðorkuver

Viðhald og viðgerðir á kringbúnaði gufutúrbína, svo sem dælum, lokum og járnsmíði af ýmsu tagi.
TÆKNIÞJÓNUSTA.

Þrívíddar Skönnun og Hönnun

Bakvirk hönnun (Reverse engineering) er meðal nýjunga í tækniþjónustu sem Deilir býður uppá.

Deilir býður fyrst allra fyrirtækja á Íslandi uppá hátækni mæliarm sem getur skannað hvaða hlut sem er með mjög mikilli nákvæmni. Þetta gefur möguleika á að fullvinna hverskonar hönnunargögn afturvirkt, hvort það eru fullkomnar smíðateikningar eða einfaldlega þrívíð líkön af tiltekinni vöru þannig að hinn skannaði hlutur skili sér sem stafræn þrívíddateikning. Eftir þessari teikningu er svo hægt að framleiða hlutinn sem vantar.

Þetta hentar vel ef smíða á varahlut með mikilli nákvæmni eftir öðrum sem ekki er til teikning af og flókið er að mæla með eldri aðferðum eins og handmæli búnaði.

Mæliarminn er einnig hægt að nota til gæðaeftirlits eða annara mælinga.

Tækniþjónusta Deilis sinnir ýmsum verkefnum í 3D hönnun á vélbúnaði. Verkefnum er skilað á tölvutæku formi sem er hentug leið við CAD-CAM framleiðslutækni. Eins er hægt að fá gögnin útprentuð eða á PDF skjölum.

Sjáið myndbandið hér fyrir neðan sem sýnir notkun þessarar tækni.
Túrbínuviðgerðir.

Viðhald og Viðgerðir

Sérfræðingar Deilis hafa áralanga reynslu í viðhaldi gufutúrbína og viðgerðum á búnaði þeim tengdum. Starfsmenn Deilis hafa komið að á fjórða tug stórra viðhalds og viðgerðarverkefna ásamt því að sinna þúsundum minni viðhaldsverkefna í orkuverum.
Heimilsfang
Hlíðasmári 6, 201 Kópavogur
Sendu Meil
Renndu Upp!
 Previous  All works Next